Vængir
Flugklúbbur
Mynd eftir Harald Diego

Klúbburinn

Flugklúbburinn Vængir var stofnaður árið 2013 í kring um rekstur á flugvélinni TF-OMG. 
Vængir eiga nafn sitt að rekja til flugfélagsins Vængja alla leið til ársins 1970, sem áður stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega á vesturlandi sem og norðurlandi.Frá árinu 2013 hefur flugfloti Vængja stækkað jafnt og þétt, og hefur klúbburinn í dag fjórar flugvélar til umráða sem henta breiðum hópi flugmanna hér á landi. 
Flugklúbburinn hefur aðsetur í Fluggörðum í tveimur skýlum, og eru vélarnar geymdar inni allan ársins hring.Vængir kappkosta á að halda úti öflugum flugklúbbi sem býður upp á hagstæð verð og gott viðhald á flugvélum, samhliða skemmtilegu og fjölbreyttu félagsstarfi.

Hleð instagram myndum

Flotinn okkar

TF-OMG Cessna 170B

TF-OMG er fyrsta vél flugklúbbsins en hún er af gerðinni Cessna 170B og er stélhjólsflugvél.
Vélin var áður skráð sem TF-GMG en lenti síðan í óhappi og var gerð upp af flugvirkjateymi Vængja af mikilli gaumgæfni.

Óhætt er að segja að uppgerðin á vélinni hafi heppnast einstaklega vel og hefur hún verið vinsæl til afnota meðal félagsmanna allt frá upphafi Vængja ársins 2013.

Flugvélin tekur þrjá farþega og hefur hámarksþunga upp á 998 kg.

Gerð er krafa um að félagsmaður hafi náð 100 heildarflugtímum áður en þjálfun er hafin á vélina.

17.000KR
Tacho tíminn

TF-TWO Cessna 150L

Flugvélin er eina tveggja sæta vél klúbbsins og hefur hún fylgt Vængjum frá árinu 2014. 
TF-TWO er af gerðinni Cessna 150L sem hefur verið vinsæl til kennslu og tímasöfnunar á Íslandi, hafa þær vinsældir sennilega náðst sökum þess hversu hentug vélin þykir fyrir byrjendur sem og lengra komna. Má þar helst nefna viðbrögð vélarinnar við flugæfingar.

Flugvélin tekur einn farþega og hefur hámarksþunga upp á 726 kg.

15.500KR
Tacho tíminn

TF-RVM Piper Archer PA-28

Flugvélin er af gerðinni Piper Archer II (PA-28-181) og er lágþekja. 
Hún er jafnframt þriðja vélin sem kom inn í flugflota Vængja og hefur verið í klúbbnum síðan sumarið 2016.

Langt flugþol og öflugur mótor einkenna frábæra flugeiginleika sem þessi vél hefur, og er hún afar vinsæl meðal félagsmanna í klúbbnum.

Flugvélin tekur þrjá farþega og hefur hámarksþunga upp á 1157 kg.

19.000KR
Tacho tíminn

TF-FFL Cessna Skyhawk 170N

Flugvélin er af gerðinni Cessna Skyhawk C-172N, og hefur sú tegund oft verið kölluð „heimsins vinsælasta flugvél“ en um það bil 40 slíkar flugvélar hafa verið skráðar í loftfaraskrá hér á landi, og hafa margir flugskólar notast við vélina í kennsluflug. 

Flugvélin getur tekið þrjá farþega og hefur hámarksþunga upp á 1043 kg.


TF-FFL var skráð í Loftfaraskrá Samgöngustofu árið 1988 og var í einkaeign þar til ársins 2017 þegar að hún kom til Vængja, þar sem hún kom inn sem fjórða flugvél klúbbsins.

19.000KR
Tacho tíminn
Langar þig að vera með?

Flugklúbburinn Vængir tekur á móti umsóknum um inngöngu í klúbbinn allt árið í kring, en vakin er athygli á því að hámarksfjöldi meðlima er í klúbbinn og því ekki alltaf laust pláss fyrir nýja meðlimi.

Viljir þú fá nánari upplýsingar um klúbbinn, skilmála, kröfur og verðskrá hvetjum við þig til þess að skrá netfangið þitt hér að neðan og við munum svara eins fljótt og auðið er.

Póstur hefur verið sendur